Færslur: 2009 Maí31.05.2009 15:57Tveir með fullfermiÍ vetur þegar aflahrotan gekk yfir mið Sandgerðisbáta var þessi mynd tekin af Mugg KE 57 og Von GK 113 er þeir komu samtímis inn í Sandgerðishöfn með fullfermi. 2733. Von GK 113 og 2771 Muggur KE 57 með fullfermi © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 31.05.2009 15:53Clinton og DraupnirAxel E spurði fyrir stuttu síðan um Clinton GK og hér birtum við mynd af honum þar sem þeir standa tveir undir húsvegg í Sandgerði, Clinton og Draupnir Clinton GK 46 og Draupnir GK 3 © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 31.05.2009 12:05Gamalt vaktskipGamalt Vaktskip i Færeyjum © Mynd Þorgeir Baldursson 2009 Rakst á þennan gamla varðbát i höfninni i Þórshöfn um daginn veit einhver eitthvað um hann Skrifað af Þorgeir 31.05.2009 00:042 Tappatogarar: Bjarnarey og Sigurður BjarnasonFyrir um hálfri öld voru smíðaðir 12 lítil togskip fyrir Íslendinga í Austur-Þýskalandi. Skip sem mældust 249 tonn að stærð og fengu fljótt gælunafnið "Tappatogari". Hér birtum við myndir frá Snorra Snorrasyni af tveimur þessara systurskipa. 198. Bjarnarey NS 7 Þetta skip varð fljótlega Sólrún ÍS 399 og síðan selt til Svíþjóðar í des. 1979. 181. Sigurður Bjarnason EA 450 © myndir Snorri Snorrason Síðar Hafnarnes SI 77, Mánatindur SU 95 og Mánatindur GK 240. Talinn ónýtur og tekinn af skrá í okt. 1983. Skrifað af Emil Páli 30.05.2009 12:39Eimskip í FæreyjumSkip Eimskips hafa fasta viðkomu í Færeyjum og tók Þorgeir Baldursson þessar myndir af tveimur af skipum Eimskips í eyjunum í síðustu viku. Goðafoss með heimahöfn í ST. Johns Selfoss © myndir Þorgeir Baldursson í maí 2009 Skrifað af Emil Páli 29.05.2009 23:202411-Huginn VE 55Skipstjórarnir Gylfi Viðar og Guðmundur Huginn © mynd þorgeir Baldursson 2009 Skeifan i Huginn ©mynd þorgeir Baldursson 2009 Svo var bakkað frá slippkantinum ©mynd þorgeir baldursson 2009 og skipinu snúið mynd þorgeir Baldursson 2009 Huginn VE 55 lét úr höfn á Akureyri um kl 22/10 i kvöld eftir aða hafa verið i slipp um 3 vikur helstu breytingar voru i brú skipsins þar sem að nánast öllum túbuskjám var hennt i land og settir flatskjáir i staðinn ennfremur voru hefðbundin verk svo sem málingarvinna og það sem að flokka má undir eðlilegt viðhald Skrifað af Þorgeir 29.05.2009 21:58Ögnin hans Svenna rakaraGunnar Th. hefur verið iðinn við kolann, að færa okkur öðruvísi frásagnir úr heimi bátaútgerðar og hér bregst honum ekki bogalistin, frekar en áður og birtum við nú myndasyrpu og skemmtilega frásögn sem fylgdi með: Svenna rakara langaði í bát, enda gamall sjómaður frá fyrri tíð og alla tíð í anda. Nokkrir bátar komu til greina, en enginn féll þó fullkomlega að hugmyndum Svenna.
Ég frétti af leitinni og fékk að taka þátt í henni. Vestur á Ísafirði vissi ég af Ögninni. Ögnin er einn af gömlu léttabátunum af síldinni, norsksmíðaður súðbyrðingur, brjóstamikill og sterkbyggður gaflbátur með hoggin bönd. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan völundurinn Óli á Árbæ endurbyggði bátinn og breytti honum úr opnu leikfangi í fullbúinn fiskibát. Allt handbragð á bátnum var með merkjum Óla og bæði skrokkur og vélbúnaður í prýðis ásigkomulagi. Óli seldi bátinn þegar hann lauk endurbyggingu GUÐNA 'IS , frá Ingjaldssandi, og nú var Ögnin aftur föl fyrir skikkanlegan pening en staðsetningin var böggullinn sem fylgdi skammrifinu. Strandferðaskip heyra sögunni til og flutningur báts með venjulegum flutningabíl milli landshluta er illyfirstíganlegur venjulegu fólki vegna kostnaðar.
Svenna rakara leist hins vegar strax afskaplega vel á Ögnina þegar hann sá hana á mynd, og það leið ekki á löngu þar til kaup voru gerð. Þetta mun hafa verið uppúr síðustu áramótum og strax var farið að kanna mögulegar flutningsleiðir suður.
Ég var á ferð á Ísafirði undir lok febrúar og myndaði þá bátinn í bak og fyrir. Myndunum var svo komið til rakarans á tölvuformi. Þær yrðu svo að duga þar til flutningur fengist. Á rakarastofunni við Laugaveg 168 hefur mikið verið skrafað, skeggrætt og skipulagt þennan vetur.........
Nú fyrir skömmu gengu greiðviknir menn í verkið, og fóru vestur á stórum pallbíl með enn stærri kerru. Á hana var svo Ögninni snarað í vagninum og munaði lítið um. Ferðin suður gekk framar vonum, og nú stendur Ögnin í hlaðinu hjá Svenna rakara, sem notar hvern sólargeisla til að skrapa og mála. Sá sem þetta ritar fær þann heiður að leggja hönd á vélbúnaðinn, og 1. stýrimaður hefur verið ráðinn Sverrir Guðmundsson, fyrrum skipstjóri, útgerðarmaður, fiskverkandi og verslunarmaður. Ég get aðeins sagt fyrir sjálfan mig, en þykist þó vita að það sama eigi við um fleiri, að það er bæði heiður og ánægja að fá að taka þátt í svona verkefni frá upphafi, og fylgjast með framvindunni.
Þrátt fyrir kreppu, mótbyr og dýrtíð ríkir allavega hamingja á einu heimili í Mosó.......
(myndir af sjósetningu koma síðar)
Kv. Gunnar Th. Ég gleymdi að nefna að Ögnin er aðeins 5.70 að lengd og því undir skráningarstærð. Óli á Árbæ skráði hana hins vegar sem fiskibát, með skipaskrárnúmerinu 9809, og ÍS 164.
Kv. Gunnar Th. 9809. Ögnin ÍS 164 © myndir Gunnar Th. 2009 (síðustu tvær myndirnar eru símamyndir í gegnum kapal en hinar eru ljósmyndir). Skrifað af Emil Páli 29.05.2009 09:22Seldur til Reykjavíkur2195. Helgi GK 404 sem verið hefur lengi á söluskrá hefur nú verið seldur til Reykjavíkur og er kaupandi hans Guðmundur Tryggvi Ásbergsson. 2195. Helgi GK 404 © mynd Emil Páll 2009 Skrifað af Emil Páli 29.05.2009 01:47Plastbátar i Færeyjum7474-Brimill SH 31 © MYND Alfons Finnsson 2008 Færeyskur trillukarl © mynd þorgeir Baldursson 2009 TN 1367 (EX Brimill SH ) © MYND ÞORGEIR BALDURSSON 2009 Þeir eru ófáir bátanir sem að hafa verið seldir frá Islandi til Færeyja undanfarna mánuði og hér að ofan má sjá einn þeirra við bryggju i þórshöfn i siðustu viku þegar siðuritari var þar á ferð á gráu pöllunum við hlið bátsins geta bátseigendur selt fisk og það nýtti sér þessi útgerðar maður sér til hinns ýtrasta bæði með sigin fisk og nýja þorsk ásamt öðru góðgæti úr hafinu Skrifað af Þorgeir 28.05.2009 22:58Hólmavík seinni hlutiUm síðustu helgi birtum við hér myndir sem Gunnar Th. tók á Hólmavík á fimmtudag í síðustu viku. Þær myndir var aðeins fyrri hlutinn og nú birtum við seinni hlutann af pakkanum sem hann sendi okkur. Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3707 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1122833 Samtals gestir: 52257 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is